*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 27. júní 2017 08:45

Ræða viðskipti framkvæmdastjóra Kadeco

Stjórn Kadeco fundar í dag með framkvæmdastjóra Kadeco, og fer fram á upplýsingar um fjárfestingar félags í helmingseigu hans í fasteignum á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Stjórn Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, fundar í dag með Kjartani Þór Eiríkssyni, framkvæmdastjóra Kadeco, og fer fram á upplýsingar um fjárfestingar félags í helmingseigu hans í fasteignum á Ásbrú í Reykjanesbæ. Félög í eigu eða tengd viðskiptafélaga Kjartans hafa keypt þrjár fasteignir af Kadeco fyrir 150 milljónir króna í heildina. Þetta kemur fram í umfjöllun Fréttablaðsins.

Kadeco er alfarið í eigu íslenska ríkisins og leiðir leigu og sölu á fasteignum og landi sem áður tilheyrðu samfélagi Varnarliðsins, sem í dag er nefnt Ásbrú. Sigurður Kári Kristjánsson, stjórnarformaður Kadeco, segir að fjárfestingar einkahlutafélagsins Airport City á Ásbrú hafi komið til umræðu á stjórnarfundi fyrri hluta maí en hafi verið frestað þar til í dag. Kjartan á helmingshlut í félaginu Airport City. 

Kjartan segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi áður upplýst stjórnarformann um þessi mál og að það væru engir hagsmunaárekstrar og enn fremur að umfangið væri sambærilegt því að borgarstjórinn í Reykjavík eigi fasteign innan borgarmarka. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is