Einar Sveinsson, sem var meðal fjárfesta í Borgun í nóvember 2014, ræddi ekki við Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra áður en gengið var frá viðskiptunum, en þeir eru frændur. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Hann segist ekki hafa látið Bjarna vita af umræddum viðskiptum og að það hafi ekki hvarflað að honum að að skyldleikinn myndi gera málið tortryggilegt.

Bjarni Benediktsson hefur undanfarið gagnrýnt viðskiptin með Borgun, en hann hefur sagt að það verð sem Landsbankinn fékk fyrir eignarhlutinn hafi verið mun lægra en eðlilegt geti talist.