Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, flutti í gær erindi í Lundúnum á morgunráðstefnunni Iceland’s Bright Future sem fram fór á vegum Bresk-íslenska viðskiptaráðsins.

Í erindi sínu fór Bjarni yfir stöðu og horfur í íslenskum efnahagsmálum. Meðal annarra sem tóku til máls voru Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Icelandair Group.

Meðan á ferðinni stóð ræddi hann jafnframt við erlendu fjölmiðlana Bloomberg og CNBC um stöðu ríkisfjármála, gjaldeyrishöft og fleiri málefni.