Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) stóðu fyrir hinum árlega SFF 1. nóvember sl. undir yfirskriftinni Leikreglur til framtíðar. Fundurinn, sem fór fram í stóra sal Arion banka og var vel sóttur, var helgaður þeim breytingum sem hafa verið gerðar og eru í burðarliðnum á regluverki fjármálamarkaðar beggja vegna Atlantsála.

Ræðumenn á fundinum voru Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, Guido Ravoet, framkvæmdastjóri Evrópsku bankasamtakanna, Höskuldur H. Ólafsson, formaður stjórnar SFF, Olav Jones, aðstoðarframkvæmdastjóri Evrópsku tryggingasamtakana og Jón Sigurðsson, meðlimur G3-sérfræðingahópsins.

Pétur Einarsson, forstjóri Straums, og Jón Sigurðsson, fv. ráðherra og fv. stjórnarformaður FME, á SFF deginum þann 01.11.12.
Pétur Einarsson, forstjóri Straums, og Jón Sigurðsson, fv. ráðherra og fv. stjórnarformaður FME, á SFF deginum þann 01.11.12.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Pétur Einarsson, forstjóri Straums, og Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi stjórnarformaður FME, hlustuðu af mikilli athygli.

Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, á SFF deginum þann 01.11.12.
Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, á SFF deginum þann 01.11.12.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Edda Rós Karlsdóttir, starfsmaður AGS á Íslandi, og Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor. Viðar tók við af Höskuldi Ólafssyni sem forstjóri Valitor.

SFF dagurinn
SFF dagurinn
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ekki var eintóm alvara á fundinum eins og sjá má á myndinni.