„Heimurinn færist meira í áttina að skýjalausnum og tölvuþrjótar beina augum sínum þangað. Þeir ræna ekki lengur hefðbunda banka. Þess vegna skiptir máli að hafa öflugar öryggislausnir,“ segir David Rowan, stofnandi tækniritsins Wired UK, sem hélt vefvarp hjá Origo í gær.

Hann segir að netöryggi dugi þó oft ekki til því mannfólkið er oft veikasti hlekkurinn þegar kemur að öryggismálum. „Ég mundi segja að fyrirtæki ættu að setja öryggi í fyrsta tæki en þau þurfa líka að horfa á hvernig ný tækni getur skapað viðskiptatækifæri.“

Tækniþróunin á jaðrinum breyta tækifærunum

Í fyrirlestrinum talaði Rowan einnig um hversu mikilvægt það væri að fylgjast með tækniþróun á jaðrinum og að tölvuþrjótar beini sjónum sínum í auknum mæli að skýjalausnum fyrirtækja.

„Í heimi sem er drifinn áfram af tækni er mikilvægt að vera með rétta færni fyrir framtíðina,“ segir Rowan. Hann segir margskonar tækni sé í smiðum víðs vegar á jaðrinum sem geta breytt efnahagslegum tækifærum þjóða eða öðrum samfélagslegum þáttum. Því skipti máli fylgjast vel með.

David Rowan er afar upptekinn við að rannsaka fyrirtæki og athafnafólk sem breytir heiminum. Hann hefur varið tíma með stofnendum WhatsApp, LinkedIn, Google, Spotify, Xiaomi, Nest, Twitter og óteljandi annarra byltingarkenndra sprotafyrirtækja, allt frá Tel Aviv til Shenzhen. Hann hélt erindi hjá Origo um hvernig fyrirtæki og fólk getur verið skrefi á undan tækniþróuninni.

Þeir sem nýta gögnin betur skara framúr

David segir að kröfur á tæknilega innviði hafi margfaldast eftir því sem vélrænt nám (e. machine learning) og gagnagreining hafi orðið að viðtekinni venju hjá fyrirtækjum. En hvert mun þessi þróun leiða okkur og hvernig er best að búa sig undir framtíðina?

„Vertu forvitin/n og kynntu þér hvernig aðrir aðlagast nýrri tækni, hvort sem hún er í heilbrigðisþjónustu, námi eða þróun á heilsusamlegri mat,“ segir Rowan. David Rowan segir ennfremur að fyrirtæki geti búið sig undir framtíðina eða mögulega óvissu með gervigreind að vopni.

„Gervigreind mun hafa áhrif á allan rekstur fyrirtækja. Því skiptir máli að nýta gögnin til að taka ákvarðanir í rauntíma. Þeir sem munu skara fram úr eru þeir se geta nýtt sér gögnin betur.“