*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 9. janúar 2017 10:13

Rætt um að Óttarr segi af sér þingmennsku

Uppi eru raddir um það að Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segi af sér þingmennsku til að gerast utanþingsráðherra.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Rætt verður um það á stjórnarfundi Bjartrar framtíðar í kvöld að Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segi af sér sem þingmaður flokksins til að gegna embætti utanþingsráðherra í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Fréttablaðið gerir þetta að umfjöllunarefni sínu.

Tilgangurinn með afsögn Óttars væri að styrkja þingflokk Bjartrar framtíðar enn fremur til að geta einbeitt sér að því að stýra ráðuneyti. Björt framtíð hlaut 4 þingmenn í kosningunum 2016.

Samkvæmt heimildum blaðsins er þetta eini möguleikinn sem kemur upp í huga margra stjórnarmanna Bjartrar framtíðar. Ekkert í stjórnskipan sem heimilar það að þingmaður taki sér tímabundið leyfi frá þingstörfum til að setjast í ráðherrastól. Því þyrfti Óttarr að segja af sér þingmennsku - og gæti þar af leiðandi ekki tekið sæti á þingi nema að kosið væri aftur.

Talið er líklegt að Óttarr Proppé verði heilbrigðisráðherra nýrri  ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.

„Snúið dæmi“

Óttarr Proppé segir í viðtali við Vísi.is að þetta sé „snúið dæmi,“ og að viðræður um að hann segi af sér þingmennsku séu enn á byrjunarstigi. Hann vísar jafnframt til þess að flokkurinn gæti fengið tækifæri til að styrkja sig svo að allir fjórir þingmenn flokksins geti sinnt þingstörfum.

Hann vísar jafnframt til þess að það hafi verið talsvert rætt um það undanfarin ár að utanþingsráðherrar og þingmenn verði ráðherrar og sitji ekki á þingi.