Átta eigendur rafbíla mættu í Kringluna í dag þegar Rafbílasamband Íslands var stofnað. Aldrei hafa jafn margir rafbílar verið á sama staðnum og því um Íslandsmet að ræða. Fram kemur í tilkynningu frá sambandinu að hér á landi séu 20 rafbílar.

Rafbílasambandið stefnir að því að verða samtök eigenda og söluaðila á rafbílum og vörum og þjónustu þeim tengdum.

Tilgangur sambandsins er m.a. að vera í málsvari fyrir sambandsaðila um málefni rafbílgreinarinnar gagnvart öllum opinberum aðilum, samtökum, framleiðendum, öðrum viðskiptamönnum og almenningi, að efla og þróa rafbílgreinina  á Íslandi, með því að halda utan um stefnumörkun í málefnum rafbílgreinarinnar, vinna að eflingu menntunar til aukinnar þekkingar innan rafbílgreinarinnar og að stofna til skipuleggja og halda sýningar á rafbílum, hlutum tengdum þeim og iðnaðinum í heild.