Bensínvélar eru vinsælli í ár en díselvélar. Díselvélar voru vinsælli 2014 og 2015. Hlutfall bensínvéla er 47,9% en var 46,1% í fyrra.

Markaðshlutdeild tvinnvéla hefur aukist töluvert, 4,3% í 6,6% í ár. Ástæðan er vafalaust stóraukið framboð bílaframleiðanda á slíkum vélum og líklegt er að það muni aukast enn meira á næstu árum.

Hlutdeild rafbíla hefur minnkað um 1% milli ára. Er nú 0,9% en var 1,9% í fyrra. Aðrir orkugjafar mælast varla.

Nánar má lesa um efnið í Bílar, fylgiblaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð .