Jón Axel Ólafsson, útgefandi hjá Eddu útgáfu segir vefsvæðið netbok.is vera að farið í loftið, þar sem útgefendur geta sjálfir dreift bókum sínum m.a. í gegnum netverslunina amazon.com og iBookstore. Hann segir útgáfu rafbóka hér á landi vera að þróast í jákvæða átt en enn sé allt á tilraunastigi. „Það er undir útgefendunum sjálfum hversu hratt rafbókavæðingin fer af stað.“ Eigendur Skólavefjarins opnuðu rafbókavefinn lestu.is fyrr á árinu og segir Páll Guðbrandsson, sem sér um markaðs- og kynningarmál hjá Skólavefnum, viðtökurnar hafa verið góðar. „Lestu.is er fyrsta og eina íslenska rafbókasíðan og hefur gengið vonum fram. Hún er ekki bara rafbókasíða heldur einnig bókmenntasíða þar sem boðið er upp á mikla og vandaða umfjöllun um bækur og rithöfunda.“

Ekki arðsamt í dag

iBookstore
iBookstore
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Páll segir sölu rafbóka ekki vera arðsama í dag en horfurnar séu öfundsverðar. Kostnaðurinn við rafbækur fellur til við að koma bókunum yfir á rafrænt form, setja þarf bækurnar upp og brjóta um hverja bók. Páll er bjartsýnn á rafbókaiðnaðinn hér á landi og bendir á velgengi Amazon í sölu rafbóka. „Við gerum nú ráð fyrir að rafbókasalan verði komin á fljúgandi siglingu eftir rúmt ár. Það tekur smá tíma að byggja upp lager af bókum.“ Á iBookstore

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.