*

mánudagur, 19. apríl 2021
Innlent 16. október 2016 13:09

Rafbókavæðing á háskólastigi

Sigurður Pálsson tekur þátt í samstarfsverkefni við Heimkaup.is um rafbókavæðingu á háskólastigi.

Pétur Gunnarsson
Sigurður Pálsson.
Haraldur Guðjónsson

Vægi rafrænna miðla hefur farið vaxandi í hinu vestræna samfélagi. Fólk les meira á rafrænu formi í rafbókum og í far- og borðtölvum en það gerði áður. Það er til dæmis oft af sem áður var þegar meirihluti fólks las dagblöðin sín með morgunkaffinu og sumir gátu jafnvel ekki byrjað daginn áður en búið var að lesa dagblaðið sitt.

Í auknum mæli þá les fólk heldur fréttir á fréttavefsíðum eða einfaldlega borgar fyrir rafræna áskrift og hleður niður dagblöðum. Því má spyrja sig hvort bækur, og þá sérstaklega námsbækur, hafi fylgt með þessari þróun?

Sigurður Pálsson virðist vera með svar við þeirri spurningu, en hann hefur tekið þátt í rafbókavæðingu námsbóka á háskólastigi í samstarfi við Heimkaup.is.

Hvert var upphafið að þátttöku þinni með rafbókavæðingu á háskólastigi?

„Ég byrjaði í þessum háskólabókabransa árið 1991. Ég gerði úttekt á rekstrinum hjá búðinni og var í kjölfarið ráðinn inn af stjórn Félagsstofnunar stúdenta,“ segir Sigurður Pálsson sem vinnur nú í samstarfi við Heimkaup að rafbókavæðingu námbóka fyrir stúdenta. „Síðan tók ég þátt í rekstrinum hjá Bóksölu stúdenta til lok árs 2012,“ segir Sigurður.

Erfitt að útvega þjónustu fyrir alla

„Háskólinn fylltist í janúar 2009 og gengi krónunnar féll talsvert. Þá voru ekki vísbendingar um breytingar eins skýrar. En eftir að þetta fór að róast, þá voru nemendur ekki eins gjarnir að kaupa sér bækur. Horfðu frekar á þetta sem útgjöld eins og hver önnur.

Það er heilmikil áskorun að útvega þjónustu fyrir alla og það var að verða erfiðara og erfiðara. Þegar leið á lok 2012 þá sáum við fram að tæknin myndi eitthvað breytast.

„Ákváðum að taka slaginn“

„Eftir 2012 fór ég að sinna eigin rekstri. Síðan líða tvö ár, þá er ég í samskiptum við Heimkaup og þá bárust þessar rafbækur í tal. Það var árið 2015 og nú er ég kominn á fullt í þetta. Ég fer út og sem við útgefendur og við byrjum svo á þessu verkefni í byrjun árs 2016. Þetta er þó mjög flókið og tæknilegt ferli. Svo ákváðum við að taka slaginn og buðum núna í haust upp á 650 titla.“

Sigurður tekur fram að hann sé arkitektinn að hugmyndinni. „Heimkaup leggur til tæknina. Þeir sjá einnig um markaðsstarfið. En allt sem snýr að hugmyndafræðinni og samskipti við útgefendur sé ég um. Þetta er því samstarfsverkefni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.