Þegar rekstrarkostnaður rafbíla annars vegar og bensínbíla hins vegar er borinn saman kemur fleira til en eldsneytiskostnaðurinn. Viðhald, smurningar á bensínbílum og endurnýjun rafgeyma koma hér einnig inn, en síðastnefndi liðurinn getur verið drjúgur.

Tveir af vinsælustu rafbílunum í dag eru Nissan Leaf og Chevrolet Volt og báðir eru með átta ára eða 100.000 mílna tryggingu á rafgeymi í Bandaríkjunum. Fari hámarkshleðsla geymisins undir ákveðið mark áður en öðru þessara marka er náð er skipt um geyminn.

Erfitt er að finna upplýsingar um það hvað nýr geymir kostar, en Chevrolet hefur þó sagt að það kosti á bilinu 8.000 til 9.500 dali að smíða geymi í Volt. Kostnaðurinn, miðað við þetta, hleypur því á bilinu 950.000 til 1.125.000 krónur en þá á eftir að taka inn álagningu og flutningskostnað. Ættu sex til sjö krónur að bætast við „raflítrann“ þegar það er gert, en hann er þó enn mun ódýrari en bensínlítrinn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .