Sænska rafhlaupahjólaleigan VOI Technology hefur safnað 160 milljónum Bandaríkjadala (20,2 milljarðar króna) í kjölfar fjármögnunar sem The Raine Group. Er ætlunin að nýta fjármagnið til að styðja við áframhaldandi vöxt félagsins og sókn inn á nýja markaði. Reuters greinir frá.

Í byrjun COVID-19 faraldursins mátti fyrirtækið þola mikinn samdrátt í eftirspurn eftir leiguhlaupahjólum. En eftir því sem liðið hefur á faraldurinn hefur eftirspurnin tekið við sér á ný þar sem fólk vill fremur ferðast á hlaupahjólum heldur en með almenningssamgöngum til að forðast það að vera inn um margmenni.

Fyrirtæki á borð við VNV Global, Balderton, Creandum, Delivery Hero, Klarna, iZettle, Kry og Amazon fjárfestu í rafhlaupahjólaleigunni samkvæmt tilkynningu félagsins.