Tesla hefur kynnt nýjan vörubíl til sögunnar en honum er ætlað að keppa við hefðbundna díselbíla. Vörubíllinn sem var beðið var eftir með mikilli eftirvæntingu mun geta farið rúmlega 800 km á einni hleðslu að því er kemur fram á vef BBC . Bíllinn fer í framleiðslu árið 2019.

Vörubíllinn mun bera nafnið Tesla Semi og geta farið frá 0-100 km hraða á klukkustund á tuttugu sekúndum með rúm 36 tonn í afturtogi.

Þá afhjúpaði Elon Musk aðra kynslóð Teslu Roadster en bíllinn fer upp í 100 mílu hraða á klukkustund á 4,2 sekúndum og getur farið um 1.000 kílómetra á einni hleðslu en nýr Roadster fer í sölu árið 2020.

Tesla Semi mun fara inn á mjög harðan samkeppnismarkað en um 3,5 milljónir vörubílstjóra búa í Bandaríkjunum en þeir keyra flestir á dísel knúnum bílum sem kosta um 120.000 dali sem nema um 12,4 milljónum króna. Greinendur gera ráð fyrir að Tesla Semi verði töluvert dýrari en rafhlaða sem hefur tæplega 500 km hleðslu kostar ein og sér um 200.000 dali sem samsvarar 20,7 milljónum króna.