Undanfarna mánuði hefur Neytendastofa staðið fyrir skoðun á raflögnum og rafbúnaði til að tengja húsbíla og hjólhýsi við rafmagn. Rúmlega 30 tjaldsvæði víðs vegar um landið voru að þessu sinni tekin til skoðunar.

Í 78% tilfella var gerð athugasemd við merkingar búnaðar í rafmagnstöflum og í 52% tilfella var gerð athugasemd við almennt ástand rafmagnstaflna. Frágangur tauga í rafmagnstöflum þótti athugaverður í 48% tilvika og tenglar í 41% tilvika, oftast vegna þess að notuð var röng gerð tengla.

Fyrir þremur árum fór sambærileg athugun á tjaldsvæðum fram og voru þá gerðar athugasemdir við frágang á 13 slíkum. Þau tjaldsvæði voru aftur skoðuð nú og fengu öll aftur athugasemdir frá Neytendastofu.