Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir að tillögur í skýrslu Rögnunefndar um mögulegt flugvallarstæði í Hvassahrauni hafi á þessu stigi engu breytt um Suðurnesjalínu 2. Héraðsdómur staðfesti heimild Landsnets til eignarnáms á jörðinni í gær, svo Landsneti er fátt að vanbúnaði með að hefja lagningu línunnar.

Framkvæmdir Landsnets eða Suðurnesjalína 2 eru ekki nefndar sérstaklega í skýrslu Rögnunefndar í umfjöllun um mögulegt flugvallarstæði á Hvassahrauni. Verði af lagningu línunnar er hins vegar ljóst að hún liggur þvert yfir báðar flugbrautir flugvallar í Hvassahrauni, sé núverandi aðalskipulag Voga borið saman við tillögur Rögnunefndar um flugvallarstæði á jörðinni.

Tappinn stendur í Hafnarfirði

„Það var fyrirhugað að hefja framkvæmdir núna í sumar. Við erum bara að bíða eftir framkvæmdaleyfi frá Hafnarfirði,“ segir Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets. Hann segir öll önnur sveitarfélög vera búin að gefa út framkvæmdaleyfi, sem taki gjarnan nokkra daga að gefa út þegar öll gögn hafi verið lögð fram. Hafnarfjarðarbær hafi hins vegar þegar verið rúmt ár að gefa út leyfið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Einkaleyfastofa fór framúr fjárheimildum.
  • Mjólkurverð hefur verið frosið í tvö ár.
  • Lögum um bónusgreiðslur í fjármálafyrirtækjum ekki breytt.
  • Forstjóri Fossa segir áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi vanmetinn.
  • Ásdís Kristjánsdóttir veltir því upp í ítarlegu viðtali hvort jöfnuður geti verið orðinn of mikill.
  • Áhöld eru um það hvenær greiðslufall verður formlega hjá Grikkjum.
  • Varpað er upp svipmynd af Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur hjá Hjallastefnunni.
  • Hvers vegna er Floyd Mayweather tekjuhærri en Ronaldo?
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um léttlestir.
  • Óðinn skrifar um skandínavíska velferðarríkið.
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt fleira