Eldsneytiskostnaður rafbíla er aðeins um 14,2% af eldsneytiskostnaði sambærilegra bensínbíla þegar skoðuð er eldsneytisnotkun á hvern kílómetra og raforku- eða bensínverð á Íslandi. Rafbílar eru aftur á móti töluvert dýrari en sambærilegir bensínbílar.

Í umræðunni um rafbíla er oft rætt um það hversu ódýrari þeir eru en bensínbílar í rekstri, þar sem rafmagn er jú ódýrara en bensín. Það er hins vegar ekki fyrir alla að reikna út hversu mörgum kílóvattstundum rafbíllinn eyðir á hundraðið eða hvað þær kosta. Bandaríska orkumálaráðuneytið setti í loftið í síðasta mánuði vefsíðu sem á að leysa þennan vanda, en þar má finna upplýsingar sem byggja á nýrri einingu, eGalloni sem við á Íslandi myndum kalla raflítra.

Til að gera langa sögu stutta þá kostar raflítrinn hér á landi 35,6 krónur í dag, en til samanburðar kostar bensínlítrinn 250 krónur. Meðalbíl er ekið um 12.000 kílómetra á ári og eyðir til þess 1.000 bensín- eða raflítrum. Eldsneytiskostnaður bensínbíleigandans er því um 250.000 krónur á ári en rafbíleigandinn greiðir 35.600 krónur ár ári.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .