Krista Hannesdóttir stærðfræðikennari við Keili og verkefni hennar um nýtingu hitanum frá námuvinnslu rafmynta er til umfjöllunar í bandaríska tímaritinu Wired .

Fyrirsögn greinarinnar segir að íslenskir bændur hafi nú sniðuga lausn til að leysa helsta vandann við orkunýtingu rafmynta. Veröldin sé nú að vakna við mikinn umhverfisskaða af námuvinnslu rafmynta en íslenskir áhugamenn hafi nú fundið græna lausn við vandanum.

Í umfjölluninni segir Krista starfsemi sína mjög smávægilega en hún er með námuvinnslu á rafmyntum í gamalli fiskverskun á Suðurnesjum. Vandinn sem hún er sögð vera með lausn á er hve gríðarleg orka fer í námuvinnslu rafmynta, en orkunýting við úrvinnslu Bitcoin viðskipta er um 22 terawattstundir árlega, sem er svipuð og öll orkunotkun Írlands.

Hér á landi nýti rafmyntanámugröfturinn eins og slík úrvinnsla er kölluð, um 840 Gígawattsstundir, sem er er meira en heimilin í landinu noti.

Krista er sögð hafa tekist að finna lausn til að vera smá í sniðum í sinni starfsemi en samt samkeppnishæf. Hún borgar bændum fyrir umframorku þeirra og setur upp námuvinnslu á bæjum þeirra og nýti hitann sem af netþjónunum til upphitunar.

„Bændur hafa hellings af geymsluplássi svo það er auðvelt að flytja búnað okkar til þeirra,“ segir Krista. „Við getum einnig hitað upp geymslurýmið sem eru frekar hrein. Svo almennt séð þá dregur þetta úr leigukostnaði og úr orkukostnaði.“

Starfsemi hennar í Sandgerði framleiðir Ethereum rafmyntina fyrir andvirði um 7.876 pund á mánuði, eða sem samsvarar 1,2 milljónir íslenskra króna.