Binance US, Bandaríkjaarmur rafmyntakauphallarinnar Binance, er metin á 4,5 milljarða dala, eða sem nemur um 583 milljörðum króna í kjölfar nýlokinnar fjármögnunarumferðar. Reuters greinir frá.

Í fjármögnunarumferðinni söfnuðust alls 200 milljónir dala (26 milljarðar króna) og voru fjárfestar á borð við RRE Ventures, Foundation Capital, Original Capital, VanEck og Circle Ventures meðal þátttakenda.

Binance US hyggst nýta milljarðana 26 til að fjárfesta í viðskiptainnviðum sínum, sem og til þróunar á nýrri þjónustu og vörum.

Forbes mat nýlega heildar virði Binance samstæðunar á 95 milljarða dala, eða sem nemur um 12.000 milljörðum króna.