*

fimmtudagur, 17. júní 2021
Erlent 21. mars 2021 10:12

Rafmyntamiðlun metin á 68 milljarða dala

Coinbase, sem er stærsta rafmyntamiðlun Bandaríkjanna og stefnir á skráningu á markað, er metin á um 68 milljarða dala.

Ritstjórn
epa

Coinbase Global Inc, stærsta rafmyntamiðlun Bandaríkjanna, hefur greint frá því að félagið sé metið á um 68 milljarða dala. Félagið stefnir á skráningu á markað á þessu ári. Reuters greinir frá.

Í gögnum sem félagið sendi yfirvöldum og er hluti af skráningarferlinu, segir að vegið meðaltals gengi hlutabréf félagsins hafi numið um 343,58 dölum á hlut á fyrsta ársfjórðungi 2021. Til samanburðar nam meðaltals gengi Coinbase 28,83 dölum á hlut á þriðja ársfjórðungi 2020 og nam markaðsvirði félagsins þá 5,3 milljörðum dala.

Þar með hefur markaðsvirði rafmyntamiðlunarinnar nær þrettánfaldast á nokkrum mánuðum. Samkvæmt gögnum gagnavettvangsins Pitchbook, var Coinbase metið á rétt rúmlega 8 milljarða dala í kjölfarið af fjármögnunarferli sem lauk í október árið 2018.