Rafn Viðar Þorsteinsson, sem starfað hefur verið hjá Fossum í rúm fimm ár, lætur af störfum um næstkomandi mánaðamót. Hann hefur lengst af verið hluti af teymi markaðsviðskipta hjá bankanum en hverfur nú til starfa hjá eigin fagfjárfestasjóði.

„Eftir afskaplega góða og lærdómsríka tíma hjá Fossum, þar sem mitt helsta viðfangsefni hefur verið að greina tækifæri á innlendum mörkuðum og vinna með viðskiptavinum félagsins, hef ég ákveðið að stofna fagfjárfestasjóð. Sjóðurinn mun starfa undir hatti Seiglu eignastýringar ehf. og verður sérhæfður sjóður með víðtækar fjárfestingarheimildir, en aðaláherslu á innlend hlutabréf,“ segir Rafn Viðar í tilkynningu.

Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa:

„Um leið og eftirsjá er af Rafni Viðari er ánægjulegt að sjá samstarfsfólk blómstra og vaxa á starfsferli sínum. Hjá Fossum starfar margt framtakssamt og metnaðarfullt fólk sem öðlast hefur mikilvæga reynslu hjá okkur. Við þökkum Rafni Viðari samstarfið og verðmætt framlag til starfsemi Fossa og óskum honum velfarnaðar á nýjum og spennandi vettvangi.“