Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun, segir að gagnaver og annar iðnaður um land allt hafi verið að bæta við sig í raforkunotkun. Landsvirkjun hafi haft ákveðið svigrúm en nú sé að koma að þeim tímapunkti að raforkan verði uppseld. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu .

Þar kemur fram að verði raforka í landinu uppseld myndi það hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir heimili og atvinnurekstur í landinu. Hæg en stöðug aukning hafi verið í raforkunotkun hér á landi, meðan lítið hafi bæst við framboðið því ekki er mikið virkjað. Björgvin segir ekki hægt að fullyrða hvenær virkjuð orka í landinu verði uppseld en farið sé að styttast í það.