Heildar raforkukostnaður hjá heimilum landsins hefur hækkað töluvert frá því í ágúst 2012 miðað við 4.000 kílówattastunda notkun notkun á ári sammkvæmt nýrri samtekt Alþýðusambands Íslands. Mest er hækkunin hjá viðskiptavinum Orkubús Vestfjarða í þéttbýli, en heildar raforkukostnaður þeirrra hefur hækkað um 6,6%. Minnst er hækkunin hjá heimilum á svæði Rarik í þéttbýli og Orkusölunni eða um 1,2%. Skattur á raforkusölu hækkaði um 5% þann 1. janúar síðastliðinn.

Heildar raforkukostnaður skiptist í tvo hluta. Annars vegar í flutning og dreifingu til þeirrar dreifiveitu sem hefur sérleyfi á viðkomandi landssvæði og hins vegar er greitt fyrir raforkuna sjálfa til þess sölufyrirtækis sem hver og einn kaupandi velur.

Kostnaður fyrir flutning, dreifingu og raforku til almennra heimilisnota fyrir heimili í þéttbýli, er hæstur hjá viðskiptavinum Rarik í þéttbýli og Orkusölunni eða 73.069 kr. en lægstur er hann hjá Norðurorku og Fallorku eða 62.299 krónur. Verðmunurinn er 10.770 krónur eða 17%. Kostnaður fyrir flutning, dreifingu og raforku til almennra heimilisnota fyrir heimili í dreifbýli er 94.544 kr. á svæði Orkubús Vestfjarða í dreifbýli og 94.150 kr. hjá Rarik í dreifbýli og Orkusölunni en þá hefur verið tekið tillit til sérstaks dreifibýlisframlags ríkisins til niðurgreiðslu á dreifingu á raforku. Einungis er 394 kr. verðmunur á milli þessara aðila.