Akureyrarbær hefur sent inn umsögn til fjárlaganefndar um fjárlög 2016 þar sem fram kemur að skortur á raforku kemur í veg fyrir avinnuuppbyggingu á Akureyri.

Í umsögninni segir að bregðast þurfi mun hraðar við þessari þróun og tryggja raforkuflutning inn á svæðið og þar með atvinnustarfsemi.

Viðskiptablaðið greindi frá því fyrir stuttu að iðnfyrirtæki á Norður- og Austurlandi væru mörg hver búin að koma sér upp olíukötlum til raforkuframleiðslu. Ástæðan væri að afhendingaröryggi raforku sé ótryggt á köflum og hætt við að starfsemi skerðist, tryggi þau ekki sjálf aðgang að rafmagni á álagstímum.