*

laugardagur, 4. júlí 2020
Innlent 3. apríl 2018 12:56

Rafræn skilríki óvirk eftir uppfærslu

Ekki var hægt að nota rafræn skilríki í iPhone um tíma eftir stýrikerfisuppfærslu 11.3 sem hleypt var af stokkunum í lok mars.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ekki er hægt að nota rafræn skilríki í iPhone eftir stýrikerfisuppfærslu 11.3 sem hleypt var af stokkunum í lok mars. Með uppfærslunni gefst notendum iPhone meðal annars kostur á að stýra sjálfir hvort síminn hægi á sér í takt við minni endingu rafhlöðunnar í símanum.

Samkvæmt upplýsingum frá Auðkenni, sem halda úti rafrænum skilríkjum á Íslandi, hófst bilanaviðgerð í morgun og stendur yfir. Ekki er hægt að segja til um hvenær iPhonenotendur sem uppfærðu stýrikerfi sitt geti notað rafrænu skilríkin á ný.

Uppfært 14:30

Búið er að ráða fram úr vandanum, sem að sögn Haraldar Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Auðkennis, hafði aðeins áhrif á hluta notenda nýja stýrikerfisins.

Stikkorð: iPhone rafræn skilríki