*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 26. október 2014 12:25

Rafrænar greiðslur í nóvember

Með nýju greiðslukerfi Strætós verður hægt að greiða fargjaldið í gegnum sérstakt app í farsíma.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Prófanir Strætó á rafrænu greiðslukerfi fyrir staðgreiðslufargjald eru nú langt komnar. „Þessu miðar bara nokkuð vel. Við erum ekki komnir með endanlegan útgáfudag en við erum við ennþá að stefna í að það verði fyrir áramót og mjög líklega bara í nóvember. Þetta er allt á lokametrunum,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó.

Með kerfinu verður hægt að greiða í gegnum sérstakt app í farsíma. Hann segir að rafrænn greiðslumáti muni fyrst um sinn koma til móts við farþega sem gangi alla jafna ekki með pening á sér og vonast til þess að aukning verði hjá þeim hópi. Þegar reynsla verði komin á kerfið, sem sé að fyrirmynd systurfyrirtækis Strætó í Ósló, sé stefnt að því að hægt verði að greiða fyrir önnur fargjöld en einstaka ferðir. „Við verðum svo í frekari þróun á þessu til að bjóða upp á aukna möguleika,“ segir Reynir.

Stikkorð: Strætó