Meginniðurstaða skýrslu Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, um mat á þjóðhagslegum áhrifum byggingar rafskautaverksmiðju á Katanesi í Hvalfirði, sé að verksmiðjan auki hagvöxt um einn fjórða úr prósenti. Skýrslan var unnin að beiðni iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins. Það er mat skýrsluhöfunda að áformuð bygging rafskautaverksmiðjunnar muni hafa jákvæð efnahagsleg áhrif.

Talið er að bygging verksmiðjunnar muni auka hagvöxt um rúmlega ¼% árið 2005 og um sama hlutfall þegar hún hefur náð fullum afköstum. Í skýrslunni eru rakin áhrif framkvæmdarinnar á viðskiptajöfnuð, fjárfestingu, verðbólgu og vinnumarkað.