Fyrirtækið Græn framtíð var stofnað árið 2009 af Bjartmari Alexanderssyni sem byrjaði að safna raftækjum heima í stofu. Í dag safnar fyrirtækið raftækjum frá Nýfundnalandi, Færeyjum, Danmörku, Álandseyjum og Íslandi og sendir til Vestur-Evrópu til viðgerðaraðila.

Bjartmar segir fyrirtækið hafa stækkað mikið að undanförnu. Hann segir samning sem sé í vinnslu við tryggingafyrirtæki í Danmörku muni tryggja rekstur Grænnar framtíðar.