Smásölumarkaður hér á landi með raftæki veltir milljörðum og einkennist af nokkrum stórum keðjum og fjölda smærri og sérhæfðari söluaðila. Fjöldi þessara smærri verslana er raunar undir hatti og eignarhaldi sömu fjölskyldunnar.

Hreinn Erlendsson og fjölskylda eiga og reka meðal annars fyrirtækin Heimilistæki, Einar Farestveit, Tölvulistann, Byggt og Búið, Max Raftækjaverslun og Sjónvarpsmiðstöðina. Þrátt fyrir að sömu aðilar eigi fjölda verslana undir mismunandi merkjum er þó ekki þar með sagt að þeir séu ráðandi á markaðnum. Finna má nokkurn fjölda smærri verslana auk stærri keðja á borð við Elko sem sérhæfa sig í sölu raftækja.

Þá eru fyrirtæki á borð við Húsasmiðjuna og Ikea stór á þessum markaði. Þau félög sem nefnd eru hér til hliðar eru ekki tæmandi listi fyrir öll fyrirtæki sem mætti skilgreina sem söluaðila raftækja en þekja þó stærsta hluta raftækjamarkaðarins og sérstaklega á sviði heimilistækja.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.