Sala á raftækjum í júlí jókst um 22,8% á föstu verðlagi og um 12,7% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Verð á raftækjum var 8,2% lægra en í júlí 2010. Raftækjaverslun hefur aukist mikið á síðustu mánuðum og fer nú að nálgast það sem var fyrir hrun að raunvirði. Velta í raftækjaverslun var 21,7% meiri í krónum talið í júlí síðastliðnum miðað við júlí 2008 samkvæmt Rannsóknarsetri verslunarinnar.

Þá jókst velta húsgagnaverslana um 7,4% í júlí frá sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi og um 9,8% á breytilegu verðlagi. Verð á húsgögnum var 2,3% hærra í júlí síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Velta sérverslana með rúm dróst saman í júlí um 7,3% frá sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi. Velta í sölu skrifstofuhúsgagna var 36,7% meiri í júlí síðastliðnum samanborið við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi. Velta í húsgagnaverslun fer hæg og bítandi vaxandi. Það sem af er þessu ári hefur velta skrifstofuhúsgagna verið 30% meiri en á sama tímabili í fyrra á föstu verðlagi.