Velta í dagvöruverslun dróst saman um 1,0% á föstu verðlagi í september miðað við sama mánuð í fyrra samkvæmt smásöluvísitölu Rannsóknarsetursins á Bifröst. Velta flestra vara dróst saman í september. Sala á raftækjum jókst hinsvegar um 10,7% á milli ára.

Verð á raftækjum lækkaði um 3,4% frá september í fyrra.

Áfengissala dróst saman

Sala áfengis dróst saman um 4,7% í september miðað við sama mánuð í fyrra. Verð á áfengi var 5,2% hærra í september nú en í fyrra.

Fataverslun og skóverslun var einnig minni í ár en í fyrra. Fataverslun dróst saman um 13,9% og skóverslun um 11,7% á föstu verðlagi. Verð á fötum hækkaði um 4,6% á tímabilinu og verð á skóm um 13,1%.