Allar nýjar bifreiðar sem framleiddar verða af lúxusbílamerkinu Maserati, sem er í eigu Fiat Chrysler, munu verða rafknúnar eftir fimm ár. Verður ýmist um að ræða hybrid bíla eða þá að þeir verði rafknúnir að fullu. Reuters greinir frá.

Nýjasta bílalínan frá Maserati sem kemur út á næsta ári, SUV Grecale, mun vera fáanlega í hybrid útgáfu og einnig með hefðbundinni vél sem gengur fyrir eldsneyti. Þetta staðfestir Davide Grasso, framkvæmdastjóri Maserati.

„Nýjustu gerðirnar af Gran Turismo og Gran Cabrio verða einnig rafvæddar og mun allur bílaflotinn okkar verða rafvæddur á næstu fimm árum," segir hann. Fyrrnefndur SUV Gracale verði svo fáanlegur sem hreinn rafbíll síðar.