Íslenskir fjárfestar voru kallaðir frá hádegisverði sínum á föstudaginn þegar Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti vaxtalækkun á skammtímalánum til fjármálastofnana, segir greiningardeild Glitnis.

?Þessi tilkynning hristi duglega upp í mönnum víða um heim og má segja að miklu leyti hafi tap undanfarinna daga verið unnið upp,? segir greiningardeildin.

?Evrópskir hlutabréfamarkaðir opnuðu sterkir í morgun enda var góð stemning á öllum vígstöðvum á föstudaginn og engar afgerandi fréttir hafa borist síðan þá. ?

Fjárfestingabankinn Lehman Brothers ráðlagði fjárfestum að yfirvigta hlutabréf í bönkum og fjármálastofnunum en það gefur til kynna að þeim þyki bréf af þessu tagi vera ódýr miðað við horfur þrátt fyrir umrót síðasta mánuðinn eða svo.

?Þessi frétt kynti upp í fjárfestum og varð til þess að bæta stemninguna á föstudaginn ásamt tilkynningu Seðlabankans,? segir greiningardeildin.

Hreyfingin var mest í Asíu, að sögn greiningardeildarinnar. ?Í nótt hækkaði hlutabréfavísitala Hong Kong um tæp 6% en slík dagshækkun hefur ekki sést þar í þrjú ár. Yenið hefur lækkað gagnvart dollaranum sem hjálpar útflutningsfyrirtækjum á borð við Toyota og Fanuc enda hefur gengi þeirra hækkað um 4% og 8%,? segir greiningardeildin.