Reykjavíkurborg, ríkið og Icelandair Group munu vinna saman að því að finna nýjan stað fyrir Reykjavíkurflugvöll. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, mun stýra því starfi.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, segir að þarna munu koma saman ólíkar raddir og reynt verði að finna farsæla lausn. Vinnan á að taka um það bil eitt ár og niðurstaðan á að vera komin í lok næsta árs.

Hanna Birna og borgaryfirvöld greindu frá framtíðaráformum sínum um Reykjavíkurflugvöll fyrr í dag.