Ragna Árna­dótt­ir, aðstoð­ar­for­stjóri Lands­virkj­unnar og fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, hefur verið ráðin skrif­stofu­stjóri Alþing­is. Hún tekur við starf­inu af Helga Bern­ód­us­syni.

Alls bár­ust tólf umsóknir en nýr skrif­­stofu­­stjóri Alþingis tekur við emb­ætt­inu þann 1. sept­­em­ber næst­kom­andi.

Á meðal umsækj­enda voru Ragna, Bryn­­dís Hlöðver­s­dótt­ir, rík­­is­sátta­­semj­­ari og Kjartan Bjarni Björg­vins­­son hér­­aðs­­dóm­­ari.

„Ragna er lögfræðingur að mennt, með embættispróf í lögfræði frá Háskóla  Íslands, auk þess að vera með LL.M. gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi. Ragna á að baki fjölbreytta starfsreynslu. Hún hefur starfað á skrifstofu Alþingis, skrifstofu Norðurlandaráðs, í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, dóms- og kirkjumálaráðuneyti og forsætisráðuneyti. Þá hefur hún gegnt embætti dóms- og kirkjumálaráðherra og síðar embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og er nú aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.  Samhliða þessum störfum hefur Ragna gegnt margs konar ábyrgðar- og trúnaðarstörfum," segir í tilkynningunni.

„Ragna hefur sýnt leiðtogahæfni í störfum sínum og býr yfir  margþættri stjórnunarreynslu bæði sem embættismaður og ráðherra auk þess sem hún hefur verið í ábyrgðarmiklum stjórnunarstörfum hjá stóru ríkisfyrirtæki, Landsvirkjun, fyrst sem skrifstofustjóri og síðar sem aðstoðarforstjóri frá 2012. Þá býr Ragna yfir góðri samstarfs- og samskiptahæfni og hefur góða þekkingu á stjórnskipun landsins, hlutverki Alþingis og samspili hinna þriggja greina ríkisvaldsins."

For­­sæt­is­­nefnd Alþingis aug­lýsti þann 20. apríl síð­­ast­lið­inn emb­ætti skrif­­stofu­­stjóra Alþingis laust til umsókn­­ar, en nefndin ræður skrif­­stofu­­stjóra Alþingis til sex ára í senn.