Ragna Fossberg, förðunarmeistari hjá RÚV, veit alveg nákvæmlega hvað er ómissandi á húðina á dimmum vetrarmánuðum: „Það sem mér finnst best og ég er orðin háð er Penzim gel, sem eru öflug hreinsuð meltingarensím úr íslenskum þorski. Þetta nota ég sem næturkrem og jafnvel dagkrem á andlitið. Og ekki skemmir fyrir að þessi íslenska vara sem dr. Jón Bragi Bjarnason fann upp er mjög ódýr og fæst nánast í öllum apótekum. Eitt sem mér finnst gott að hafa í snyrtibuddunni og fer lítið fyrir er Clinique-All About Eyes Serum. Þetta er efni sem sett er undir augun og er kælandi. Serumið hressir mann á löngum vinnudegi,“ segir Ragna.

Hún lumar líka á góðu húsráði þegar kemur að umhirðu húðarinnar: „Flest af því sem við setjum ofan í okkur getur líka farið á húðina. Þar af leiðandi þurfum við ekki að kaupa dýra andlitsmaska. Nota bara hugmyndaflugið. Til dæmis ýmiskonar ávexti eða jafnvel bara hafragraut,“ segir Ragna.

Nánar er fjallað um snyrtivörur og spjallað við vel valdar konur í nýjasta tölublaði Eftir vinnu sem kom út með Viðskiptablaðinu á dögunum. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.