Ragna Margrét Norðdahl er nýr mannauðsstjóri Skipta. Hún er þó enginn nýliði hjá fyrirtækinu því hún hefur áður starfað á mannauðssviði Skipta í þrjú og hálft ár.

Ragna Margrét er með BA-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og kandídatspróf með áherslu á vinnusálfræði. Samhliða störfum sínum hjá Skiptum hefur Ragna Margrét kennt vinnu- og heilsusálfræði við Háskóla Íslands.

Sem mannauðsstjóri mun Ragna Margrét stýra starfsmönnum Skipta, Símans, Mílu og annarra félaga samstæðunnar.