Íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir hafa leitað til Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns og fengið hann til að skoða þeirra hlið á málinu. Í tilkynningu, sem fréttastofa RÚV vísar til, kemur fram að íbúunum finnist lögmaður sem stjórn Eirar útvegaði þeim ekki hafa unnið með hagsmuni þeirra í huga.

Það sé dapurt í ljósi þess að íbúarnir hafi í mörgum tilfellum greitt aleiguna til þess að komast í þetta húsnæði. Stofna á Hagsmunafélag íbúðaréttarhafa á Eir í kvöld. Markmið hins nýja félags er að standa vörð um og tryggja hagsmuni íbúðarétthafa á Eir í tengslum við komandi nauðarsamninga Eirar við kröfuhafa.