Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor í Háskóla Íslands, telur skynsamlegt að aflétta gjaldheyrishömlum sem allra fyrst með skipulegum hætti. Að hans áliti sé hægt að gera það á innan við tólf mánuðum.

Morgunblaðið segir í dag frá þessu áliti Ragnars sem hann skilaði til efnahags og skattanefndar Alþingis sem er með frumvarp Árna Páls Árnasonar um framlengingu gjaldeyrishafta til ársins 2015 til meðferðar.

Friðrik Már Baldursson, prófessor í HR, segir í sínu áliti að ef höftunum yrði aflétt fyrirvaralaust myndi krónan í versta falli lækka að aflandsgenginu. Engin leið sé hins vegar að sjá fyrir hvar það ferli myndi enda. „[Þ]að vill enginn grípa beittan hníf í fallinu."

Ragnar telur hugsanlegan ábata af framlengingu gjaldeyrishafta óverulegan í samanburði við kostnaðinn.