Ragnar Oddur Rafnsson hefur bæst í hóp eigenda EY á Íslandi. Ragnar hóf störf hjá EY á árinu 2013 og hefur verið sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar frá árinu 2019.

Hann er með Bsc. í rekstrar-og fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ragnar hefur starfað á sviði fyrirtækjaráðgjafar síðastliðinn 13 ár. Áður starfaði Ragnar hjá PwC. Ragnar er í sambúð með Ágústu Sif Víðisdóttur og á fimm börn.

Margrét Pétursdóttir, forstjóri EY á Íslandi:

„Það er ánægjulegt að fá Ragnar í eigendahóp EY. EY á Íslandi hefur upp á að bjóða fjölda reynslumikilla endurskoðenda og sérfræðinga sem gerir okkur kleift að bjóða upp á gæðaþjónustu á hverjum tíma. Við sjáum fram á breytingar á endurskoðunar- og ráðgjafarmarkaði á komandi misserum, ekki síst vegna aðstæðna á markaði, aukinnar tækniþróunar og sjálfvirkni sem hefur þróast hratt á síðustu misserum. Að fá Ragnar í eigendahópinn styður við vöxt og fjölbreytileika í starfsemi EY og eflir okkur enn frekar í framtíðaráskorunum og tækifærum.“