Ragnar Birgisson er hættur sem framkvæmdastjóri Icelandic Water Holdings ehf. í Ölfussi en hann hefur stýrt félaginu undanfarin ár eða allt síðan það hóf starfsemi sína niðri í Þorlákshöfn. Það opnaði nýja verksmiðju fyrir ári síðan. Að sögn Ragnars varð það að samkomulagi að hann kláraði þriggja ára starfssamning og lauk honum í ágúst. Ragnar sagði í samtali við Viðskiptablaðið að ekki væri ákveðið hvað hann tæki sér fyrir hendur en hann sagðist halda að ekki væri skortur á störfum fyrir rekstrarmenn á Íslandi í dag.

Í byrjun árs var greint frá því að Icelandic Water Holdings hefði ráðið John K. Sheppard sem forstjóra félagsins og hóf hann störf 12. mars sl. Ragnar stýrði hins vegar uppsetningu verksmiðjunnar og starfseminni hér á landi.

Icelandic Water Holdings ehf. stofnað í apríl 2004 og framleiðir Icelandic Glacial vatnið. Verksmiðja félagsins er staðsett að Hlíðarenda í Ölfusi. Icelandic Water Holdings er í eigu Jóns Ólafssonar, Kristjáns Jónssonar og Anaheuser-Busch. Jón Ólafsson hefur verið stjórnarformaður félagsins.