Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR , hyggst lýsa formlegu vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson forseta ASÍ, neiti ASÍ að taka niður auglýsingu um kaupmáttaraukningu. Auglýsingin

Auglýsingin birtist á Facebooksíðu ASÍ og sjá má hér . Þar er farið yfir þróun launa og kaupmáttar frá árinu 1970 og til dagsins í dag. Þar er fullyrt að hægari nafnlaunahækkanir frá árinu 1990 hafi skilaði meiri kaupmáttaraukningu en hraðari nafnlaunahækkanir á árunum 1970-1990.

Ragnar Þór segir í samtali við Morgunblaðið ósáttur við framsetningu á kaupmáttarvísitölunni og að skautað sé fram hjá efnahagshruninu í tímalínu ASÍ. Ragnar Þór sendi póst á ASÍ í vikunni þar sem hann óskaði eftir því að auglýsingin yrði fjarlægð.