Ragnar Gunnarsson hefur hætt störfum sem framkvæmdastjóri Fíton þar sem hann og Þormóður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Fíton, eru ósammála um áherslur í rekstrinum. Ragnar segir þá hafa tekið ákvörðun um að fara hvor í sína áttina þar sem þeir væru ekki sammála um hvert fyrirtækið ætti að stefna. Ragnar segist geta gengið sáttur frá borði þar sem fyrirtækið hafi vaxið og dafnað undir hans stjórn en hann hefur verið framkvæmdastjóri Fíton frá árinu 2007. Þormóður kemur til með að sinna starfi framkvæmdastjóra Fíton og ekki er fyrirhuguð ráðning á framkvæmdastjóra að hans sögn.

Er meðal hluthafa

Ragnar Gunnarsson var ekki eingöngu framkvæmdastjóri Fíton því hann situr í stjórn fyrirtækisins samkvæmt ársreikningaskrá og á 5% hlut í fyrirtækinu. Ragnar segir að það eigi eftir að gera upp hlut hans í Fíton og að hluturinn verði væntanlega keyptur af honum. Aðrir eigendur Fíton eru Erlukot með 90% hlut og Jón Ari Helgason með 5% hlut. Ragnar Gunnarsson kom í stjórn Fíton árið 2008. Fíton hagnaðist um tæpar 11 milljónir króna eftir skatta árið 2010 og tæpar sex milljónir árið 2009. Eigið fé nam 21 milljón króna í lok árs 2010. Ragnar segist ætla að taka sér gott frí fyrst um sinn þar sem hann