*

miðvikudagur, 20. október 2021
Innlent 2. maí 2014 19:31

Ragnar með foreldrum sínum á forsíðu Art Review

Sýning á verkum Ragnars Kjartanssonar hefst í New York í næstu viku.

Ritstjórn

Mynd af myndlistarmanninum Ragnari Kjartanssyni er á forsíðu maíheftis hins virta listatímarits Art Review. Með Ragnari á myndinni eru foreldrar hans, leikararnir Kjartan Ragnarsson og Guðrún Ásmundsdóttir. Í blaðinu er svo fjallað um Ragnar, verk hans og sýningu sem hann tekur þátt í ásamt fleirum í New Museum í New York í Bandaríkjunum.

Sýning Ragnar heitir „Me, My Mother, My Father, and I“. Sýningin opnar 7. maí næstkomandi og stendur til loka júní. 

Í verkinu saumar Ragnar saman líf sitt og foreldra sinna með ýmsum hætti. Þá mun Ragnar sömuleiðis sýna myndverkið Take me Here by the Dishwasher: Memorial for a Marriage (2011/2014). Í verkinu leika tíu tónlistarmenn verk viðstöðulaust á meðan sýningunni stendur. Verkið tengist kvikmyndinni Morðsögu frá árinu 1977. Foreldrar Ragnars léku í myndinni. 

Nánar má lesa um sýningu á verkum Ragnars á vef New Museum.