Ragnar Dyer, framkvæmdastjóri Júpíter rekstrarfélags.
Ragnar Dyer, framkvæmdastjóri Júpíter rekstrarfélags.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Ragnar Dyer hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Júpíter rekstrarfélags og mun hann taka við af Sigurði Hannessyni sem tekur við stöðu framkvæmdastjóra eignastýringarsviðs MP banka.

Fram kemur í tilkynningu um stöðubreytinguna að Ragnar hefur starfað hjá Júpíter frá árinu 2010 sem sjóðstjóri fagfjárfestasjóðsins LEV-GB. Áður starfaði hann m.a. sem sjóðstjóri vogunarsjóðsins TF2, sérfræðingur í skuldabréfum og vaxtaafleiðum hjá Straumi fjárfestingabanka, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Creditinfo Group hf. og deildarstjóri Veflausna Símans. Auk þess var Ragnar fjárfestir og stjórnarmaður í ýmsum tölvufyrirtækjum á árunum 2004 til 2008.

Ragnar er með BSc í verkfræði frá Háskólanum í Reykjavík, viðskipta- og rekstrarfræðingur frá Endurmenntun Háskóla Íslands og með próf í verðbréfamiðlun.