Ragnar Sær Ragnarsson, starfandi formaður leikskólaráðs og varaborgarfulltrúi í Reykjavík hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ragnari Sæ sem áður gegndi starfi framkvæmdastjóra sveitarfélagsins Bláskógabyggðar og þar á undan Biskupstungahrepps.

Ragnar Sær hefur síðustu ár verið framkvæmdastjóri THG Arkitekta. Hann tók við formennsku í leikskólaráði í september 2009, situr í skipulagsráði og er varaformaður í hverfisráði Grafarvogs.

Ragnar Sær er leikskólakennari að mennt en hefur auk þess lokið námi í viðskipta- og rekstrarfræðum og opinberri stjórnsýslu frá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Ragnar Sær er kvæntur Unni Ágústu Sigurjónsdóttur, hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvö börn.