Á fundi í hádeginu í dag var Ragnar Þór Ingólfsson kjörinn formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna til viðbótar við formennsku sína í VR að því er RÚV greinir frá.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun sagði Guðbrandur Einarsson formaður landssambandsins af sér eftir sex ára formennsku og 21 ár hjá Verslunarmannafélagi Suðurnesja sem sameinast VR 1. apríl næstkomandi.

Kemur sú sameining til viðbótar við að fleiri Verslunarmannafélög hafa sameinast inn í VR. Landssambandið sem Ragnar Þór hefur nú tekið við formennsku í til viðbótar við formennsku sína í VR eru regnhlífarsamtök allra verslunarmannafélaga á Suðurlandi.