*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 14. október 2014 11:36

Ragnheiður Elín: „Ekki aftur snúið“

Allir sem aðhyllast frelsi og samkeppni ættu að nota þessa öldu til að breyta hlutunum, segir iðnaðarráðherra.

Edda Hermannsdóttir
Haraldur Guðjónsson

Ragnheiður Elín Árnadóttir er bjartsýn á að breyta reglum um innflutningshömlur á búvöru sem ekki er framleidd hér á landi á stjórnartímabilinu. Þetta var svar hennar við fyrirspurn Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Félagið stóð fyrir fundi um samkeppnismál í morgun. „Ef við erum með gögnin, rökin og málstaðinn að þá getum við breytt þessu.

Ég held við séum komin á þá braut að það er ekki aftur snúið. MS hlýtur að átta sig á því að þeirra málstaður hefur skaðast. Örnu vörurnar rjúka út og það er frábært að sjá svona lítil fyrirtæki vaxa og dafna. Ef það er einhver sem er sigurvegari í þessu þá eru það þessi litlu fyrirtæki,“ sagði Ragnheiður Elín. Hún sagði jafnframt að allir sem aðhylltust frelsi og samkeppni ættu að nota þessa öldu og breyta hlutum með málefnalegri umræðu og sagðist bjartsýn á breytingar.