Erlendir fjárfestar spyrja oft um það, þegar Ísland er skoðað sem hugsanleg staðsetning fyrir iðnað, hversu mikil raforka muni verða til staðar og aðgengileg til að mæta áframhaldandi uppbyggingu, því ekki sé fýsilegt að velja Ísland sem staðsetningu þegar óljóst er hversu mikil orka verður til staðar. Þetta sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á Haustfundi Landsvirkjunar.

Þar sagði hún Ísland því miður þurfa að glíma við þennan vanda því erfitt væri að veita skýr svör um áætlaða uppbyggingu. Hinsvegar væri ekki við Landsvirkjun að sakast þar sem þetta væri ekki alfarið í þeirra höndum. Rammaáætlun hafi áttiað veita svör en hefði ekki gert það.

Ragnheiður Elín ítrekaði mikilvægi þess að styrkja flutningskerfið milli landshluta. Þegar liggur fyrir frumvarp til laga um raforkulög um uppbyggingu flutningsnets hér á landi.