Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er kominn á nýjan Toyota Land Cruiser jeppa sem ráðuneytið hefur fest kaup á. Jeppinn er svartur að lit og mjög tignarlegur og flottur með krómgrilli að framan.

Þessi útfærsla af Land Cruiser VX kostar frá 12,6 milljónum króna samkvæmt verðlista Toyota. Jeppinn er fjórhjóladrifinn og prýðilega búinn en mun ekki vera í dýrustu útfærslu en þannig kostar hann tæpar 15 milljónir. Gera má ráð fyrir að ráðuneytið fái einhvern afslátt af jeppanum.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ekur einnig um á nýjum og flottum jeppa en utanríkisráðuneytið festi kaup á Land Rover Discovery jeppa sl. vetur. Listaverð hans er um 13 milljónir samkvæmt verðlista BL.

Leiðrétting: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefði fengið nýjan bíl, en hið rétta er að Sigurður Ingi Jóhannsson er á nýja bílnum, eins og stendur nú hér að ofan. Báðir ráðherrarnir eru í atvinnuvegaráðuneytinu, sem skýrir mistökin.

Land Cruiser 150
Land Cruiser 150
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)