Ragnheiður Elín Árnadóttir er efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi þegar talin hafa verið 3079 atkvæði. Þá er Unnur Brá Konráðsdóttir í 2. sæti. Í þriðja sæti kemur svo Ásmundur Friðriksson.

Ragnheiður er með nokkuð sterkt forskot í fyrsta sætið og því lítið sem ógnar því að hún verði efst í prófkjörinu. Annars er það helst að frétta að Árni Johnsen er ekki á meðal fimm efstu í prófkjörinu þegar þessar tölur voru birtar.

Þegar talin hafa verið 3079 atkvæði er röð efstu frambjóðenda þessi:

1.            Ragnheiður Elín Árnadóttir - 2086 atkvæði í 1. sæti

2.            Unnur Brá Konráðsdóttir - 1210 atkvæði í 1. - 2. sæti

3.            Ásmundur Friðriksson - 1253 atkvæði í 1. - 3. sæti

4.            Vilhjálmur Árnason - 1120 atkvæði í 1. - 4. sæti

5.            Geir Jón Þórisson - 1418 atkvæði í 1. - 5. sæti

Aðrir frambjóðendur hafa hlotið færri atkvæði.